Hugmyndin kom frá óteljandi „demo-lögum“

Flóni gefur út glænýja plötu á morgun.
Flóni gefur út glænýja plötu á morgun. Ljósmyndir/Aðsendar

Tónlistarmaðurinn Floni gefur út glænýja plötu á morgun, föstudaginn 23. júlí, plötuna Demotape 01. 

Tónlistarmaðurinn segir plötuna vera ákveðið form af „mixtape-i“ sem hafi að geyma frelsi og gleði en að hugmyndin hafi komið frá þeim óteljandi „demo-lögum“ sem hafi aldrei fengið að rata á fyrri plötur.

„Ég geri í kringum 200-300 demo-lög á ári
en það eru kannski 7-12 af þeim sem
rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og
því eru allt of mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir Floni í tilkynningu.

Platan verður aðgengileg á helstu streymisveitum en hún er unnin með nokkrum fremstu pródúserum landsins, Young Nazareth, Mister Sir, Tommy, Izleif og Flona sjálfum.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir