„Stattu hér fyrir danspartí“

Mikið partí var á götum New york borgar.
Mikið partí var á götum New york borgar. Skjáskot af instagram @improvevery

Götulistamannahópurinn Improv Everywhere sló í gegn í New York-borg nú á dögunum. Hópurinn hafði málað hring á gangstétt á einum stað þar sem á stóð „Stand here for dance party“, eða „Stattu hér fyrir danspartí“.

Flestir gangandi vegfarendur hunsuðu merkið eða tóku mynd af því og löbbuðu fram hjá en þó nokkrir fylgdu fyrirmælum og stóðu ofan á merkingunni. Þá gerðist hið ótrúlega skemmtilega: 100 manns birtust og fóru að dansa við skemmtilega retró-tónlist.

Þetta fjöruga danspartí dreifði mikilli gleði til allra í kring og fljótt fóru fleiri og fleiri að vera með í dansinum eða dilla sér á hliðarlínunni.

Frábært framtak í dansgleðinni og ekkert smá skemmtileg hugmynd hér á ferð.

Frétt af Good News Network.

mbl.is

#taktubetrimyndir