Sjáðu frábærlega tímasettar myndir

Stundum er tímasetningin á myndatökunni næstum of góð.
Stundum er tímasetningin á myndatökunni næstum of góð. Samsett ljósmynd

Nú þegar flestir eru alltaf tilbúnir með hálfgerða vasamyndavél á lofti er afar auðvelt að ná áhugaverðum augnablikum á filmu.  

Stundum gerist það að myndirnar koma á óvart, sýna jafnvel eitthvað sem ekki var upphaflegt markmið eða eru einfaldlega bara skemmtilegar.

K100.is safnaði saman nokkrum skemmtilegum myndum sem fólk hvaðanæva úr heimi hefur tekið á nákvæmlega „rétta“ augnablikinu.

Flottur kjóll

Mynd tekin á nákvæmlega „réttum tíma“ færði mann nokkurn í einstaklega fallegan (og blautan) kjól. 

Kattaguð

Æðri vera birtist ljósmyndara þegar köttur hans sat í glugganum.

Domino's

Hér má sjá raunverulegt dómínóspil hjá flatbökufyrirtæki.

Áfram pabbar

Þessi mynd sýnir frábær viðbrögð föður sem bjargaði syni sínum frá því að fá hafnaboltakylfu í höfuðið.

 Kaffið

Þessi hundur virðist ekki vita að kaffi getur verið lífshættulegt fyrir hans tegund.

Forfallakennarinn

Erfiðleikar forfallakennarans urðu deginum ljósari á mynd sem tekin var í kennslustund.

Engillinn

Ljósmyndari náði mynd af raunverulegum engli við slökkviliðsstörf. 

Fuglaborgin

„Elk City er griðastaður fyrir fugla“ stendur á skilti við hliðina á auglýsingu fyrir kjúklingastaðinn KFC.

Hið ósýnilega

Ósýnilega límbandið stendur sannarlega undir nafni.

Augun

„Hversu falleg augu.“

Sápukúluhundur

Þessi eigandi stoppaði myndband af hundinum sínum á nákvæmlega réttum tíma.

Sólarþjófur

Ljósmyndari náði mynd af vörubíl sem virtist ætla að ræna sólinni.Fuglahundur

Eltingaleikur hundar og fugls kom afar skemmtilega út á mynd.

Líkaminn

Þessi kattareigandi ákvað að nýta afslöppunartíma kattarins vel.

mbl.is

#taktubetrimyndir