Gáfu allan ferðasjóðinn

Útskriftarnemar frá Ástralíu höfðu lagt mikið á sig til að …
Útskriftarnemar frá Ástralíu höfðu lagt mikið á sig til að safna fyrir útskriftarferð til Grikklands, Japan eða Suður-Kóreu. Þau gerðu þó gott úr því þegar Covid-19 kom í veg fyrir ferðaplönin og ákváðu að nota peningana til góðs í staðinn. Ljósmynd/Unsplash

Hópur ungra útskriftarnema í Ástralíu gerði fallegt góðverk nú á dögunum. Ungmennin, sem eru að útskrifast úr menntaskóla, eru búsett í litlu samfélagi á eyju sem heitir Islesboro og búa um 700 manns á allri eyjunni.

Í útskriftarhópnum voru 13 manns og var árgangurinn stærri en vanalega. Höfðu þau safnað fyrir útskriftarferð með fjáröflunum og ýmsum styrkjum og stóð til að fara til Grikklands, Japans eða Suður-Kóreu.

Hins vegar sökum alheimsfaraldurs var ómögulegt fyrir þau að fara í útskriftarferðina þegar þau ætluðu og ákváðu þau því að nýta peninginn á ótrúlega skemmtilegan hátt, með því að gera góðverk.

Þau gáfu útskriftarpeninginn aftur til samfélagsins með því að gefa bæði til samtaka sem hjálpuðu einstaklingum í samfélaginu sem glímdu við mikla fjárhagsörðugleika sökum Covid og til bólusetningarmiðstöðvar í bænum.

Ungmennin sögðust stolt og glöð að geta lagt sitt af mörkum og hjálpað samfélagi sem þeim þætti svo vænt um. Virkilega fallegt!

Frétt af GoodNewsNetwork

mbl.is

#taktubetrimyndir