Meðgönguhúmor: „Líður þér stundum eins og grilluðum kjúklingi?“

„Líður þér stundum eins og grilluðum kjúklingi?“ Spurði ein ólétt …
„Líður þér stundum eins og grilluðum kjúklingi?“ Spurði ein ólétt kona á Twitter með húmorinn á hreinu sem hafði tekið mynd af bumbunni á meðan hún lá í sólbaði. Skjáskot af Twitter

Þær konur sem hafa upplifað meðgöngu vita að það er ekkert grín að ganga með barn. Það þýðir þó ekki að húmorinn megi ekki fylgja með á ferðalaginu.

Hér eru nokkrar konur sem ákváðu að tækla meðgönguvandamálin sín með húmor.

Kjúklingurinn

„Líður þér stundum eins og grilluðum kjúklingi?“ spurði ein ólétt kona á Twitter með húmorinn á hreinu og hafði tekið mynd af bumbunni á meðan hún lá í sólbaði.

 Oreo-kexið

Ein ólétt kona á síðasta speli meðgöngunnar sagði manninum sínum að fela Oreo-kexið einhvers staðar sem hún næði ekki í það. Hann setti kexið á gólfið.

Óvelkomna káfið

Þessi kona fékk spreybrúsa að gjöf frá manninum sínum til að nota þegar fólk snertir óléttukúluna án hennar samþykkis. 

Gleymskan

Þessi ólétta kona leitaði lengi að lyklunum sínum áður en hún fann þá. Aukaverkun af því að sinna foreldrahlutverkinu ólétt, sagði hún.

„Kreivið“

Þessi kona var komin 39 vikur á leið og fór í búðina til að kaupa kvöldmat. Þetta er það sem hún kom með heim. Það er enginn að dæma þennan kvöldverð. 

Að snyrta sig

Þetta er afrek út af fyrir sig þegar maður sér yfirleitt ekki eigin tær.

 

Bumban

Það er erfitt að láta lítið fyrir sér fara með auka manneskju innanborðs. Staðfest.

Áreynslan

Það er erfitt að bera sig saman við aðrar óléttar konur sem stunda jóga á hverjum degi þegar maður kafnar næstum við að klæða sig í skó. 

Æfingin

Ein ólétt kona ákvað að æfa sig í að reifa barnið og fékk til þess sjálfboðaliða.

Önnur ólétt kona ákvað að sýna svipaða takta. Kötturinn Skittles var ekki ánægður með æfinguna. 

turnbased á Reddit

Búningurinn

Það er ágætt að nýta óléttukúluna ef maður þarf að fara í búningapartí, en ein kona ákvað að klæða sig upp sem ákveðin útgáfa af þrumuguðinum Þór í vinnupartíi þar sem fólk átti að mæta sem ofurhetjur. Aðdáendur kvikmyndarinnar Avengers: Endgame skilja búninginn án vafa. 

 Að vera utan við sig

„Næst þegar einhver spyr mig hvernig meðgangan gangi sýni ég þeim þessa mynd.“

View this post on Instagram

A post shared by Laura Jesso (@pikabu06)

 Hitinn

Ólétt í hitabylgju ... Þarf að segja meira?

BoredPanda.

mbl.is

#taktubetrimyndir