Með fullan skáp af gömlum skyndibita

McDonalds hamborgarar og franskar eru meðal þess sem næringarfræðingur nokkur …
McDonalds hamborgarar og franskar eru meðal þess sem næringarfræðingur nokkur hefur geymt í hátt í 2 ár inni í skáp. Skjáskot af TikTok

Naggar, hamborgarar, franskar, pylsur, kökur og kleinuhringir. Þetta er meðal þess sem kona nokkur frá Essex í Englandi hefur geymt í eitt til tvö ár í skáp á heimili sínu. Maturinn sem konan geymir á það eitt sameiginlegt að hann virðist lítið sem ekkert breytast við að standa óhreyfður í plastkössum. Ekki sést örla á rotnun eða myglu á matnum.

Dóttir konunnar, sem gengur undir nafninu elifgkandemir á TikTok, deildi myndbandi úr skápnum á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum og hefur myndbandið vakið mikla athygli. Segir í myndbandinu að móðirin sé næringarfræðingur sem hafi það að markmiði að minnka offitu í samfélaginu og rannsakar nú mikið unninn mat sem er vinsæll í Bretlandi og 80% Breta innbyrða reglulega.

Myndbandið endar á spurningu, en dóttir konunnar spyr: Langar þig enn í borgarann?

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Eftir að myndbandið fór sem eldur í sinu um veraldarvefinn gerði stúlkan framhaldsmyndband þar sem enn frekar er hægt að virða fyrir sér matinn sem móðir hennar rannsakar nú. 

mbl.is

#taktubetrimyndir