Fundu lausn við hegðunarvandamálum

Grunnskóli í Baltimore, Bandaríkjunum breyttu um stefnu þegar skipt var …
Grunnskóli í Baltimore, Bandaríkjunum breyttu um stefnu þegar skipt var út eftirsetu hjá nemendum fyrir hugleiðslu. Ljósmynd/Unsplash

Eflaust kannast margir við að hafa á einhverjum tímapunkti hagað sér illa í grunnskóla og mögulega verið sendir til skólastjórans eða þurft að sitja eftir og leysa einhver verkefni.

Grunnskóli í Baltimore í Bandaríkjunum notar hins vegar allt aðra lausn við hegðunarvandamálum nemenda - sem er einfaldlega hugleiðsla. Skólinn ber nafnið Robert W. Coleman Elementary School og býður nemendum upp á hugleiðslu í sérstakri stofu sem nefnd er „The Mindful Moment Room“.

Sýnir ótrúlegan árangur

Herbergið er ótrúlega kósí, með lampa, skreytingar og stóra fjólubláa kodda sem krakkarnir geta sest á. Börn sem hafa hagað sér illa eru hvött til þess að setjast niður og fara í gegnum öndunaræfingar til þess að hjálpa þeim að róa sig niður.

Í kjölfarið eru þau beðin um að fara í gegnum hvað gerðist og segja frá því hvernig þeim líður. Kennarar segja að þetta sýni ótrúlegan árangur hjá krökkunum og skólinn býður einnig upp á jóga fyrir alla nemendur eftir skóla.

Þetta er algjörlega frábær hugmynd og ótrúlega mikilvægt að geta staldrað við, andað djúpt og farið yfir það hvernig manni líður. Áfram hugleiðsla!

Frétt af Upworthy.

mbl.is

#taktubetrimyndir