„Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“

„Markmiðið er að toga út gleði og sorg og ást …
„Markmiðið er að toga út gleði og sorg og ást og hamingju, glimmer, blöðrur og teygja allan tilfinningaskalann,“ segir Bríet um tónleikana í tilkynningu. Haraldur Jónasson/Hari

Söngkonan Bríet heldur risaútgáfutónleika í Eldborg í Hörpu 11. september næstkomandi. 

„Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið. Markmiðið er að toga út gleði og sorg og ást og hamingju, glimmer, blöðrur og teygja allan tilfinningaskalann,“ segir Bríet í tilkynningu. 

Leynigestir

Krassasig mun sjá um listræna stjórnun á tónleikunum en með Bríeti verða auk þess frábærir meðspilarar, þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Trygvason, auk fleiri leynigesta.

Hægt er að fá miða á tónleikana á tix.is

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir