13 ára undrabarn slær í gegn

José Manuel Melo Ortega, sem er blindur, hefur slegið í …
José Manuel Melo Ortega, sem er blindur, hefur slegið í gegn víða fyrir dásamlegan hörpuleik sinn en hann hefur spilað á hörpu frá þriggja ára aldri. Skjáskot af instagram

Hinn 13 ára gamli José Manuel Melo Ortega hefur slegið í gegn víða fyrir dásamlegan hörpuleik sinn. José, sem er blindur, hefur spilað á hörpu frá þriggja ára aldri og náð mjög góðum tökum á hljóðfæri sínu.

Hann fæddist í Venesúela og þrátt fyrir ungan aldur er hann nú þegar orðinn þekktur og virtur af mörgum af stórkostlegri tónlistarkennurum Venesúela.

Hörpuleikur hans er afar fallegur og dreifir mikilli hlýju og gleði en José hefur spilað á ýmsum viðburðum og fengið umfjallanir í fréttum og fleira. Það verður heldur betur spennandi að fylgjast með José skína enn skærar í framtíðinni og við óskum þessum unga og efnilega listamanni alls hins besta.
mbl.is

#taktubetrimyndir