Þessi metoo-bylgja ólík þeirri fyrri

Druslugangan 2019.
Druslugangan 2019. Haraldur Jónasson/Hari

Karítas M. Bjarkadóttir, fulltrúi skipulagsnefndar Druslugöngunnar, sem haldin verður í tíunda skipti næstu helgi, 24. júlí, segir gönguna eiga fullt erindi enn þá miðað við umræðuna síðustu vikur vikur. Karítas bendir á að nú sé í gangi önnur metoo-bylgja sem er að hennar mati með ólíkum áherslum en sú fyrri. Hún ræddi þetta í Ísland vaknar á K100.

„Mér finnst þessi bylgja vera eitthvað annað. Núna er fókusinn meira á að skila skömminni til gerenda. Þessir stóru hópar meintra þolenda meintra gerenda. Fyrri bylgjan var meira að sýna hvað þetta er algengt: „Ég líka. Ég hef líka lent í þessu.“ Núna er þetta meira: „Ég hef líka lent í þessum geranda,“ útskýrði Karítas. 

Samstöðuganga með þolendum

Hún bendir á að megingildi Druslugöngunnar sé fyrst og fremst að veita þolendum kynferðisofbeldis samstöðu og vekja athygli á kynbundnu ofbeldi en hún sé á sama tíma kröfuganga.  

„Maður sér í umræðunni síðustu vikur með þessi mál sem hafa verið að koma upp núna í vor að hún [Druslugangan] á fullt erindi ennþá,“ sagði Karítas. 

Hlustaðu á allt viðtalið við Karítas M. Bjarkadóttur.

mbl.is

#taktubetrimyndir