Nýtt hráefni fyrir legokubba

Leikfangaframleiðandinn Lego vinnur nú hart að því að framleiða sjálfbæra …
Leikfangaframleiðandinn Lego vinnur nú hart að því að framleiða sjálfbæra legokubba. mbl.is/úr safni

Það er ekki auðvelt ferli að verða legokubbur en leikfangaframleiðandinn Lego reynir nú að finna leiðir til að framleiða plastkubbana sína með umhverfisvænni og sjálfbærari hætti, með því að endurvinna plastflöskur.

Fyrirtækið tilkynnti árið 2020 að að stefna fyrirtækisins væri á að fjarlægja allt einnota plast úr leikföngunum þeirra. 

Fleiri en 150 vísindamenn og verkfræðingar vinna nú að því að finna sjálfbæra lausn fyrir framleiðslu á legokubbum en á síðustu þremur árum hafa verið prófaðar 250 útgáfur af efnum fyrir kubbana úr niðurbrjótanlegu PET plasti. 

Lego gaf út myndband þar sem hægt er að fylgja eftir frumgerðum þessara legokubba framtíðar og fylgjast með þeim prófunum sem kubbarnir þurfa að „þola“. 

Sjón er sögu ríkari en myndband Lego má sjá hér að neðan.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir