Draumahelgi í garðinum hjá Láru

„Þvílíkur heiður að geta ferðast um jafn fallegt land og …
„Þvílíkur heiður að geta ferðast um jafn fallegt land og Ísland er, geta upplifað glænýja hluti og fengið að kynnast skemmtilegu fólki. Lífið verður ekki mikið betra en það held ég!“ Ljósmyndir/aðsendar

Ég er endurnærð með fullt hjarta af ást eftir dásamlega helgi á Þingeyri í góðra vina hópi. Mér bauðst að taka þátt í lítilli tónleikahátíð sem ber nafnið Í garðinum hjá Láru og fer fram í garði hjá hjónunum Láru og Pétri sem búa á Þingeyri.

Þar kemur saman hópur af fjölbreyttu tónlistarfólki sem spilar fyrir gesti og gangandi í yndislegu umhverfi og orkan er algjörlega mögnuð. Þetta er svo frábært framtak þar sem alls konar tónlistarfólk, nýjar stjörnur og reynsluboltar, koma saman og skemmta frábærum hópi af fólki og allir vinna saman að því að þetta heppnist sem best.

Lára og Pétur eiga mikið hrós skilið fyrir að vera algjörir snillingar og gefa svona mikið af sér í þágu tónlistargleðinnar og samfélagsins. Veðrið skartaði sínu fegursta um helgina og Vestfirðir búa yfir orku sem er í senn stórkostleg og ótrúlega róandi.

Þvílíkur heiður að geta ferðast um jafn fallegt land og Ísland er, geta upplifað glænýja hluti og fengið að kynnast skemmtilegu fólki. Lífið verður ekki mikið betra en það held ég!mbl.is

#taktubetrimyndir