„Ofboðslega mikil eftirspurn eftir þessari hugmynd“

Birgitta Haukdal og Jónsi munu koma fram á Aldamótatónleikum í …
Birgitta Haukdal og Jónsi munu koma fram á Aldamótatónleikum í Háskólabíói í október. Ljósmynd/Jim Smart

„Þetta voru mest frestuðustu tónleikarnir í Covid held ég,“ sagði Jónsi sem oft er kenndur við hljómsveitina í Svörtum fötum en hann mun spila á svokölluðum Aldamótatónleikum bæði 18. júlí á Þingeyri en einnig 15. október í Háskólabíó. Hugmyndin er sú að gestir geti fengið að hverfa aftur til síðustu aldamóta og upplifa nostalgíu. Tónleikunum hefur nokkrum sinnum verið frestað vegna faraldursins.

Sala fyrir seinni tónleikana hófst klukkan 10:00 í dag en með Jónsa koma fram Birgitta Haukdal, Magni, Hreimur, Beggi og Sverrir Bergmann. 

Fólk á öllum aldri

„Það er svo ofboðslega mikil eftirspurn eftir þessari hugmynd, þessum aldamótatónleikum, að ég átta mig ekki alveg á því. Það er fólk á öllum aldri að koma. Rosalega ungir krakkar og alveg rígfullorðið fólk og svo fólk á aldur við mig,“ sagði Jónsi.

 Hlustaðu á allt viðtalið við Jónsa í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

#taktubetrimyndir