Manúela opnar sig um helgarplönin og Bachelorette

Manúela Ósk Harðardóttir verður meðal viðmælanda Helgarútgáfunnar.
Manúela Ósk Harðardóttir verður meðal viðmælanda Helgarútgáfunnar. Instagram

Helgarútgáfan verður á sínum stað í fyrramálið á K100 milli 9 og 12.

Þau Anna Magga, Einar Bárðar og Yngvi Eysteins heyra í drottningunni Manúelu og fá að heyra allt um helgarplönin og nýjustu fréttir úr Bachelorette heiminum. 

Tónlistarkonan Aldís Fjóla kemur í þáttinn og spjallar um Bræðsluundirbúninginn en hún kemur fram á Bræðslunni sem fer fram laugardaginn 24.júlí. 

Seldist upp á 20 mínútum

Laugavegshlaupið fer fram núna um helgina en það seldist upp á tuttugu mínútum í hlaupið og mun Helgarútgáfan heyra í Silju Úlfars upplýsingafulltrúa ÍBR sem stendur fyrir hlaupinu. 

Skipuleggjendur tónleikaraðarinnar  „Í garðinum hjá Láru” heyra í þættinum en tónleikarnir fara fram á Þingeyri og hingað til hafa Hipsumhaps og Góss verið á meðal flytjenda. Fleiri flytjendur verða tilkynntir í þættinum.

Kalli Selló er í óðaönn að róta fyrir VerslunarmannaHelga Björns en um versló fá landsmenn loksins aftur að vera heima með Helga þegar hann mætir heim í stofu með streymi.

Óskalag eldlínunnar verður að sjálfsögðu á sínum stað og að þessu sinni er það Magnús Kjartan sem fær að velja sér lag eftir að hafa tekið það stóra verkefni að sér að stjórna Brekkusöngnum í ár. 

Lavazza kaffið verður rjúkandi heitt og hver veit nema hlustendur fái smá glaðning. 

Fylgstu með Helgarútgáfunni á K100 á laugardag.

mbl.is

#taktubetrimyndir