Erfitt að rugla saman orðum

Íslandsvinurinn Eivør Pálsdóttir.
Íslandsvinurinn Eivør Pálsdóttir. mbl.is/Golli

Færeyska söngkonan og Íslandsvinurinn Eivør Pálsdóttir heyrði í morgunþættinum Ísland vaknar og spjallaði um tónlistina, tungumálakunnáttu sína og framtíðarplön en hún stefnir á að halda jólatónleika á Íslandi í vetur auk þess sem hún mun vera með tónleika í Kópavogi í ágúst. 

Spurð út í íslenskukunnáttu sína sagði Eivør að hún hafi verið tilneidd til að læra íslensku eftir að hún bjó hér í nokkur ár enda hafi fólk bara talað við hana íslensku. Sagði hún að það hafi verið nokkuð erfitt í byrjun að læra tungumálið þrátt fyrir líkindi milli færesku og íslensku.

Ruglingslegt í byrjun

„Maður ruglast svo oft af því að sum orðin þýða eitthvað allt annað. Sömu orðin í færeyjum þýða eitthvað aðeins annað á íslensku þannig að það var pínu ruglingslegt í byrjun,“ sagði Eivør.

Rólegt er hjá söngkonunni um þessar mundir en vegna nýrrar bylgju Covid-19 í Færeyjum hefur öllu tónleikahaldi þar verið frestað eða aflýst. 

„Það er allt svo skrítið“ sagði Eivør sem stefnir þó á að halda tónleika hér á landi í ágúst í Salnum í Kópavogi ásamt Jóni Ólafssyni. 

Drekkur kaffi og málar

„Svo veit ég ekki hvernig verður með jólatóleika og svona. Svo langar mig líka að koma og spila nýju plötuna mína á Íslandi. Það er margt sem ég vil gera,“ sagði söngkonan sem sagðist þó aðspurð ætla að lofa því að reyna að halda hina hefðbundnu jólatónleika sína hér á landi.

Þess á milli, þegar hún er ekki að vinna í tónlist eða ferðast, segist Eivør þó njóta þess að drekka kaffi og mála. 

Hlustaðu á allt spjallið við Eivøru í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir