Mölletið kemur alltaf aftur og aftur

Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumaður.
Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumaður.

Baldur Rafn Gylfason fór yfir allt það heitasta í hártískunni í dag í morgunþættinum Ísland vaknar.

„Það er eitthvað við þetta villimannaskegg hjá okkur, það er eitthvað sem gerist sko. Þetta er svona svipað og ef þú ert á barnum og búinn að fá þér tveimur of mikið og ferð að ropa aðeins of mikið, þá ertu einhvern veginn, verðurðu kallinn sko af því að þú ropar eins og rjúpa og stendur uppi á staur. Þetta er eins með skeggið; það gerist eitthvað, kemur einhver villimaður í þig,“ segir Baldur um skeggtískuna sem hefur verið allsráðandi undanfarið.

Aðspurður um hártískuna núna segir Baldur hana svolítið fjölbreytta.

„Eins og við segjum: hvað er að trenda og hvað er í gangi, þetta fer svo eftir tíðarandanum. Það skiptir eiginlega engu máli sko „in the end“ hvað er að trenda í dag. Ég er búinn að vera í vel tuttugu og eitthvað ár hárgreiðslukarl og ég er svo oft búinn að halda að möllet komi aldrei aftur en svo er ég bara að sjá unga töffara sem eru í faginu og þeir eru allt í einu bara að sýna möllet aftur. Raka stutt í hliðunum og sítt einhvern veginn að aftan. Sko, möllet var eitthvað svona „white trash shit“ í gamla daga þar sem þetta var bara svona, þú gerðir þetta sjálfur. Þannig held ég að möllet hafi komið; þú áttir ekki fyrir því að fara í klippingu og þú náðir bara í hliðunum,“ segir hann og bætir við:

Klemens Hannigan söngvari í Hatara er þekktur fyrir að skarta …
Klemens Hannigan söngvari í Hatara er þekktur fyrir að skarta flottu mölleti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Til dæmis rakaðar hliðar og sítt að aftan, en svo eru búnar að vera „fade“-klippingar hjá strákunum, það er alveg tekið inn að skinni, pínu svona „army“-dæmi. Stutt í hliðunum og aðeins meiri kassi ofan á sem er leikið aðeins með. Hjá dömunum hafa verið lengi kaldir litir, svona fjólublár tónn, þá er ég að tala um hjá blondínunum.“

Viðtalið við Baldur má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:  

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir