Enn á ný ásakaður um ofbeldi

Chris Brown.
Chris Brown. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Rapparinn og vesenisgaurinn Chris Brown er enn á ný í vandræðum með hendurnar á sér. Lögreglan var kölluð til á heimili hans þar sem kona nokkur sagði að Chris hefði slegið sig svo fast í hnakkann að hárkollan sín hefði fokið af höfðinu.

Við fáum ekki að vita nánar um málið, en herbúðir Chris eru þöglar sem gröfin. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem lögreglan er kölluð til, en í síðasta mánuði leysti löggan upp afmælisveislu Chris sem braut sóttvarnareglur.

Hver man ekki eftir því þegar Chris lúbarði söngkonuna Rihönnu svo illa að það stórsá á henni. Hann er greinilega enn í sama skítapakkanum hann Chris.

Chris Brown lagði hendur á söngkonuna Rihönnu á sínum tíma.
Chris Brown lagði hendur á söngkonuna Rihönnu á sínum tíma. mbl.is
View this post on Instagram

A post shared by TMZ (@tmz_tv)mbl.is

#taktubetrimyndir