Kossinn varð kveikjan að veldi Kylie

Kylie fyrir og eftir varafyllingar.
Kylie fyrir og eftir varafyllingar. Skjáskot/Instagram

Kylie Jenner hefur sagt frá því að aðalástæða þess að hún byrjaði að setja fyllingar í varir sínar hefði verið fyrsti kossinn.

En Kylie segir að eftir fyrsta kossinn hafi drengurinn sem hún kyssti sagt við hana: „Vá, þú kyssir vel, en þú ert með rosalega litlar varir.“

Eftir það greip hana óöryggi og hún byrjaði að mála varirnar öðruvísi og nota varalitablýant út fyrir varirnar. En þegar hún áttaði sig á því að hún kæmist ekki upp með það til lengdar hefði hún sett fyllingar í varirnar.

Hún sagði frá þessu í „reunion“-þættinum hjá Andy Cohen. Það mætti i raun segja að þessi strákur hafi verið kveikjan að veldinu hennar, en hún fékk í kjölfarið mikinn áhuga á snyrtivörum og setti varablýanta og varaliti fyrst á markað hjá Kylie Cosmetics.mbl.is

#taktubetrimyndir