Scott ver Khloé fyrir nettröllunum

Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Khloé Kardashian getur alltaf treyst á sinn besta vin Scott Disick að stökkva inn þegar nettröllin láta í sér heyra.

Athugasemdum og neikvæðri gagnrýni hefur rignt yfir Khloé síðustu mánuði, þar sem fólk finnur sig knúið til að setja út á allt í sambandi við útlit hennar. Hvort sem því finnst hún hafa farið í of margar lýtaaðgerðir, sé of mikið í ræktinni, sé asnalega klædd og svona mætti áfram telja.

Undir nýjustu myndina sem hún birti á gramminu er skrifað: „Who is she?“ Og átti þar við að hún væri óþekkjanleg í  útliti.

Skjáskot/Instagram

Scott Disick var fljótur að svara og sagði: „Who isn't she, that's the question?“  eða hvað er hún ekki, það er spurningin!

Khloé og Scott hafa verið bestu vinir í gegnum súrt og sætt, og þrátt fyrir skilnað Kourtney og Scotts breytir það engu milli Khloé og hans. Þau ættu kannski bara að byrja saman!

mbl.is

#taktubetrimyndir