Í beinni útsendingu frá Borgarbyggð

Ásgeir Páll, Kristín Sif og Jón Axel eru stjórnendur morgunþáttarins …
Ásgeir Páll, Kristín Sif og Jón Axel eru stjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100.

Við elskum Ísland og verðum í ferðagírnum í allt sumar. Þáttastjórnendur K100 fara vítt og breitt um landið og kynnast allri þeirri upplifun sem Ísland hefur upp á að bjóða.  

Á föstudaginn, 25. júní, skoða þáttastjórnendur Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins einstaka náttúrufegurð og fjölbreytta afþreyingu í beinni útsendingu frá Borgarbyggð.

Morgunþátturinn Ísland vaknar með þeim Jóni Axel og Kristínu Sif verður í beinni útsendingu frá Icelandair Hótel Hamri með útsýni yfir golfvöllinn og fara þeir Logi Bergmann og Siggi Gunnars svo á flakk síðar um daginn í Síðdegisþættinum. Þeir taka stefnuna á Landnámssetur Íslands þar sem þeir verða í beinni útsendingu.

Við elskum Ísland og tökum skemmtilegu leiðina heim inn í helgina á föstudaginn.

Fylgstu með á K100 í allt sumar – Við elskum Ísland.

mbl.is

#taktubetrimyndir