Dýfði sér í hlutverkið: „All in or nothing“

Guðrún Ýr Eyfjörð betur þekkt sem GDRN leikur aðalhlutverkið í …
Guðrún Ýr Eyfjörð betur þekkt sem GDRN leikur aðalhlutverkið í Kötlu. Skjáskot/Úr þáttunum Katla á Netflix

„Ég bara veit það ekki. Þetta er svo fyndið, ég var reyndar 2019 að syngja í Shakespeare verður ástfanginn sýningunni og flytja tónlist í Þjóðleikhúsinu og Selma Björns var að leikstýra. Hún er búin að vera að „scouta“ fyrir Balta og svo var bara einhver sem benti honum á að prufa mig, biðja mig um að koma í prufu og ég lét bara til leiðast og fékk svo bara annað símtal og var boðuð í aðra prufu svo þetta var alveg ferli,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, spurð út í það hvað varð til þess að hún fékk aðalhlutverkið í Kötlu, nýrri íslenskri sjónvarpsseríu sem kom á dögunum inn á Netflix.

Guðrún mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hún ræddi um hlutverk sitt í þáttunum og hvernig það hafi verið að taka þættina upp á Covid-tímum. Guðrún hefur aldrei áður leikið en margir Íslendingar hafa deilt því á samfélagsmiðlum undanfarið hvað leikur Guðrúnar hafi verið góður.

Líkt því að vera á sviði og syngja

„Þetta er svo líkt því að vera á sviði, að syngja fyrir framan annað fólk. Þú ert bara að koma einhverri tilfinningu á framfæri til hlustandans, eða áhorfandans eða fyrir framan manneskjur eða fyrir framan myndavél,“ útskýrir hún og bætir því við að hún hafi grætt á því að hafa verið mikið fyrir framan myndavél vegna alls streymisins í Covid.

„Þetta var náttúrulega mjög krefjandi og ég fékk svona smá „crasscourse“ frá Balta og Þorsteini Backman og hann svona hjálpaði mér að finna alls konar aðferðir sem að pössuðu og hentuðu mér vel. Og ég bara einhvern veginn dýfði mér í þetta og ákvað bara „all in or nothing“,“ segir hún.

Erfitt að mega ekki segja frá

Guðrún segist hafa fengið að vita að hún fékk hlutverkið í nóvember árið 2019, sama dag og hún var að fara að stíga á svið á Airwaves. Þá hafi henni verið sagt að hún mætti engum segja frá og það hafi reynst henni erfitt.

„Svo byrjum við í tökum í febrúar og svo kemur bara Covid og við þurftum að stoppa í einhverjar tvær vikur. Ekki meira en það samt og Balti og allt liðið þarna setja upp einhvers konar hólfakerfi og þá eru bara allir í hólfum, allt er litakóðað og Greg okkar allra besti er öryggisvörður fyrir tvo metra. Tveggja metra gaurinn og alveg geggjaður sko af því að maður gleymir sér þegar maður er einhvern veginn að vinna. Það þarf að passa upp á þetta og það var gert rosalega vel. Eftir þetta var þetta bara gjörsamlega „smooth sailing“ bara í gegn,“ segir hún.

Spurð út í það um hvað þættirnir snúast segir Guðrún: „Þetta gerist í Vík í Mýrdal eftir að Katla gýs og aðstæður þarna eru bara frekar slæmar. Þetta er allt svolítið i rúst og það eru nokkrar hræður sem eru þarna enn þá og mestmegnis út af einhverjum svona persónulegum ástæðum. Og karakterinn minn er búinn að að fara í gegnum svolítil áföll í lífinu og svo fara dularfullir hlutir að gerast og hún þarf svolítið að díla við það. Svona flottur sterkur kvenkarakter.“

Viðtalið við Guðrúnu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir