Hjólar 400 kílómetra með höndunum

Helgarútgáfan verður á sínum stað í dag frá 9-12 en í þættinum fá þau Anna Magga, Einar Bárðar og Yngvi Eysteins til sín góða gesti eins og vanalega.

Arnar Helgi ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum á einum sólarhring í sumar en hann er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys.

Helgi Björns og Reiðmenn vindanna eru að fara að halda tónleika á Bryggjunni í Grindavík á laugardagskvöldið en þetta eru fyrstu tónleikar þeirra þetta árið fyrir utan þá sem voru í sjónvarpinu í vetur.

Manúela Ósk verður á sínum stað og ræðir um nýju Bachelorette-þættina og Gummi Ben. fær óskalag úr eldlínunni en hann hefur heldur betur verið áberandi á EM.

Ekki missa af Helgarútgáfunni á K100.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir