Bjargar kettlingum í neyð

Skjáskot/Instagram

Gia DeAscentis er kona, búsett í Ohio, sem hefur bjargað yfir 60 kettlingum og hjálpað þeim að braggast.

Hún stofnaði samtök sem heita „Itty Bitty Kitty Committee“ eða nefnd fyrir oggulitlar kisur, sem er svo krúttlegt nafn, og vinna samtökin að því að bjarga nýfæddum kettlingum sem hafa orðið viðskila við mæður sínar.

Gia hefur unnið hörðum höndum að þessu undanfarin tvö ár og fékk til liðs við sig konu að nafni Amy Rigby sem rekur björgunarathvarf fyrir dýr. Saman hafa þær sérhæft sig í nýburakettlingum og halda ótrauðar áfram að bjarga lífi og dreifa umhyggju. Svo krúttlegt og fallegt og mikilvægt starf.

mbl.is

#taktubetrimyndir