Virðist ætla í viðtal við Opruh

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. VALERIE MACON

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Útlit er fyrir að Chrissy Teigen sé á leið í „Harry & Meghan“-viðtal við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey. Sagan segir að hún bindi miklar vonir við að geta lægt öldusjóinn sem hún siglir í gegnum núna með því að setjast niður með Opruh.

Oprah er náttúrulega þekkt fyrir að taka krísuviðtöl á erfiðum stundum í lífi fólks, og vonast Chrissy væntanlega eftir því að fólk finni til samúðar með henni.

John Legend var stoppaður af paparazzi-ljósmyndara á götum LA í gær þar sem hann var spurður hvernig Chrissy hefði það . Svarið var einfalt: „She is doing great.“

Ég efast örlítið um orð Johns, en vona að það fari að komast friður á.

mbl.is

#taktubetrimyndir