Ókeypis jógatímar undir berum himni

Skjáskot/Instagram-síða Sumar Yoga

Sumarjóga er heiti á opnum og ókeypis jógatímum undir berum himni í Miðborg, Hlíðum og Laugardal nú í sumar.

Þetta skemmtilega verkefni sló í gegn síðastliðið sumar og hefur nú aftur fengið styrk frá Reykjavíkurborg til að halda áfram með jógatímana. Öllum er velkomið að vera með þar sem lifandi tónlist er spiluð undir góðu jógaflæði í ferska loftinu.

View this post on Instagram

A post shared by Sumar Yoga (@sumar.yoga)

Auður Bergdís er ein af þeim sem standa á bakvið verkefnið og hvetur hún áhugasama til að fylgjast með Sumarjóga-instagramminu og facebooksíðunni þar sem þau auglýsa tímana hverju sinni.

Enn fremur hlakka þau til að veðrið verði betra svo hægt sé að flæða saman í sól og blíðu. Ég mæli eindregið með því að fylgjast með þessari snilld og jóga saman í sumar!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir