Geggjað að láta fantasíurnar rætast

Kristín Þórs kynlífsmarkþjálfi.
Kristín Þórs kynlífsmarkþjálfi.

Kristín Þórsdóttir kynlífsmarkþjálfi segir í viðtali við Morgunþáttinn Ísland vaknar að sumir séu einfaldlega ekki með kveikt á sér og nenni ekki að stunda kynlíf.

„Maður þarf alveg að hafa fyrir hlutunum, að vilja. Fyrir sumum, við erum rosa mismunandi, en fyrir suma er þetta svona eins og þegar maður er að fara í ræktina, maður nennir kannski ekki endilega í ræktina en það er geggjað næs þegar maður er kominn og manni líður sjúklega vel eftir á og maður er svo glaður að hafa farið í ræktina. Og það er kannski ekki skemmtilegt að líkja kynlífi við ræktina en þetta er svona fyrir suma,“ segir hún.

Kristín segir að sumt fólk þurfi alltaf að hafa fyrir kynhvötinni á meðan aðrir séu alltaf til. Hún segir að þegar fólk sé á þeim stað að þurfa að hafa fyrir kynhvötinni sé mikilvæg að skoða af hverju.

„Er það bara af því að þetta er alltaf eins? Það vantar einhverja tilbreytingu? Oft á þetta við um fólk sem er búið að vera í langtímasamböndum, alla vega það sem ég hef heyrt og að það vantar bara allt krydd,“ útskýrir hún.

Mikilvægt að ræða um kynlífsfantasíurnar

Hún segir mikilvægt að fólk í samböndum tali saman og ræði um kynlífsfantasíur sínar.

„Sumar fantasíur eru bara geymdar í höfðinu okkar á meðan aðrir vilja framkvæma. Flestir þora ekki að segja makanum sínum það sem þau hafa verið með lengi; „Heyrðu mig langar ótrúlega mikið að krydda eitthvað, gera eitthvað, þetta er alltaf eins,““ segir hún og bætir við: „Það er bara að eiga þetta samtal. Það er svo mikilvægt að tala um hvað okkur langar. Líka bara taka svona kynlífsfundi. Líka að skoða; „Hvernig finnst þér kynlífið okkar vera?“ Ef maður er í sambandi. Og hvað er það sem við viljum breyta, er eitthvað nýtt sem þig langar að prófa eða brydda upp á. Af því að svo er svo geggjað þegar maður nær að láta fantasíuna sína rætast.“

Kristín segir að fólk eigi ekki að vera feimið við það að tala við maka sinn um nýja hluti, það þýði ekki að verið sé að setja út á allt sem fyrir var.

Viðtalið við Kristínu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir