Málar það fallega þótt útlitið sé dökkt

Kristín Dóra.
Kristín Dóra. Ljósmynd/Aðsend

Það er svo skemmtilegt að hafa augun opin fyrir þeirri list sem lífið býður okkur upp á og þar á meðal má nefna að skella sér á skemmtilega listsýningu.

Kristín Dóra er 29 ára gömul listakona sem opnaði á dögunum sýningu sína Gott & blessað í Systrasamlaginu, Óðinsgötu 1. Ég fékk að spjalla aðeins við hana um innblástur fyrir sýninguna.

Kristín Dóra útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá LHÍ árið 2017 og MA í listkennslu frá sama skóla árið 2019. Hún býr og starfar í Reykjavík og er þetta áttunda einkasýningin sem hún setur upp.

„Verkin eru myndljóð í eilífðarblóma. Ég vinn með íslenskt mál og blóm sem tákna það góða í umhverfi okkar,“ segir Kristín Dóra og bætir við að verkin á sýningunni séu tilraun til að mála allt það fallega, jafnvel þótt útlitið sé dökkt.

View this post on Instagram

A post shared by Kristín Dóra (@kridola)

Sýningin stendur frá 15. júní til 15. ágúst og býður upp á góða strauma fyrir gesti og gangandi. Einnig er hægt að fylgjast með Kristínu Dóru á instagram undir @kridola og á heimasíðu hennar www.kristindora.com. Áfram listin og lífsgleðin!

mbl.is

#taktubetrimyndir