Sást yfirgefa byggingu Katie Holmes

Ben Affleck og Jennifer Lopez ásamt Alex Rodrigu­ez.
Ben Affleck og Jennifer Lopez ásamt Alex Rodrigu­ez. Ljósmynd/Samsett

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Vá ég er búin að vera sveitt að elta Arod, J.Lo og Ben Affleck síðustu daga. Það sem er nýjast að frétta af þeim er að fyrsta keleríið milli Jen og Ben hefur verið fest á filmu, og ég vildi óska að það hefði verið ég sem hefði náð því. Þá hefði ég orðið rosa rík.

En ég er þakklát þeim sem náði því, því það er augljóst á þessu myndbandi hversu rosalega skotin þau eru hvort í öðru. Max og Emma, tvíburar Jen, voru með í för, þannig að Jen er ekkert að fela sambandið fyrir börnunum.

Jen og Ben virðast því vera „rock solid“. Arod sást hinsvegar yfirgefa íbúðarbyggingu, sem leikkonan Katie Holmes býr í, um helgina. Ekki er vitað hvort hann hafi verið að heimsækja Katie, en það er enginn annar sem kemur til greina.

Hvað var Arod að gera þarna? Það væri náttúrlega best ef Arod sendir okkur smá yfirlýsingu um það hvað hann er að gera þarna. Það mundi spara mér hausverkinn. En Arod hefur ekki svarað mér enn, þannig að ég held áfram að elta hann.

mbl.is

#taktubetrimyndir