Koma fólki af stað utandyra

Skjáskot/Instagram-síða Gerðu

Gerða og Karítas starfa báðar sem þjálfarar hjá World Class Iceland ásamt því að hafa verið með ýmis námskeið sem leggja áherslu á líkamlega og andlega vellíðan.

Nú í sumar sameina þær krafta sína með námskeiðinu Útiform sem fer fram utan dyra í Laugardalnum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8:30. Námskeiðið hentar öllum getustigum og vinna þær með þol, styrk og liðleika.

Báðar eru þær reyndir þjálfarar með ólíkan bakgrunn og leggja áherslu á fjölbreyttar æfingar úti í náttúrunni í sumar í öllum veðrum. Iðkendur fá svo glaðning og afslætti á fjölbreyttum stöðum.

„Okkur langar að hjálpa sem flestum að koma sér af stað utandyra og sýna þeim hvernig hægt er að nýta sumarið úti, fyrir þá sem hafa ekki tök á að fara í ræktina eða langar einfaldlega að vera úti yfir sumarið,“ segir Gerða og námskeiðið fer vel af stað.

Þær eru alltaf með hressa og skemmtilega tónlist utandyra og hægt er að kaupa vikupassa hverju sinni. Námskeiðið verður að minnsta kosti næstu þrjár vikur og mögulega eitthvað lengra fram á sumarið.

Það er svo dásamlegt að hreyfa sig utandyra í ferska loftinu og ekki skemmir fyrir að gera skemmtilegar æfingar í góðum hópi, með skemmtilegri tónlist! Skráning fer fram á Instagram hjá @gerda_trainer eða @karitas.

mbl.is

#taktubetrimyndir