Hinn fullkomni réttur fyrir 17. júní

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Hæ, hó og jibbí-jæ hérna, það á nú að vera svona misjafnt veður úti um landið en grillið er náttúrlega alltaf klassík. Fólk er bara að elda úti núna,“ segir Þóra Sig. sem sér um matarvefinn á mbl.is aðspurð hvað fólk eigi að borða á 17. júní.

Þá nefnir hún einnig grillaða banana, uppskrift frá Lindu Ben., og bendir á að æðislegt sé að bæta grilluðum ananas við.

„Bara taka ananas og pensla með smá hunangi, setja smá púðursykur yfir, það má alveg vera með smá stæla. Það er gott að koma með það sem býr til gljáann og sykurhúðina, það verður að vera með. Og svo einmitt ís, rjómi. Þetta er fullkominn desert,“ segir hún.

Þóra segir að fyrir morgundaginn sé svo hægt að næla sér í nautaribeye í Hagkaup sem sé fullkomin 17. júní-matur.

„Þetta danska kjöt er algjörlega geggjað. Svo er náttúrlega grænmeti með. Og sveppir sem er búið að fylla með paprikuosti,“ segir hún.

Viðtalið við Þóru má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir