Góð minning að flippa með mömmu og pabba

Ingi Torfi.
Ingi Torfi. Skjáskot/Instagram-síða Inga Torfa

„Það er að gera eitthvað nýtt. Bæði tengt mat og hreyfingu og þeir sem kannski nenna því ekki gera þá bara eitthvað alveg nýtt með fjölskyldunni sinni um helgina,“ segir Ingi Torfi næringarþjálfari og eigandi ITS Transformation spurður um góða áskorun fyrir hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar.

„Þetta er nokkuð sem ég hef tileinkað mér, að gera eitthvað nýtt, og það er alveg magnað þegar maður fer aðeins út fyrir þægindarammann og upplifir eitthvað smá nýtt. Við þekkjum þetta öll; við erum kannski að fara á tónleika eða eitthvað og nennum ekki alveg, líst kannski ekki alveg á þetta, en svo er þetta geggjað þegar maður er kominn og búinn og eftir á er þetta alveg snilld. Það verður alltaf svo gaman. Stundum erum við alltaf að fresta einhverju og reynum að finna einhverjar afsakanir,“ segir hann.

Ingi skoraði því á þáttastjórnendur Ísland vaknar sem og hlustendur þáttarins að láta vaða í vikunni.

„Og svo kannski ef við eigum börn, hugsaðu hvað það er góð minning að flippa eitthvað með mömmu og pabba eða gera eitthvað svona sem við höfum aldrei gert áður. Þetta mun alveg sitja í minningunni það sem eftir er,“ segir hann.

Viðtalið við Inga Torfa má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir