Afbókanir vegna stuðnings við LGBTQI+

Skjáskot/Instagram

Bandaríkjamenn halda upp á Pride-mánuði nú í júní þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og réttindabarátta LGBTQI+ er í forgrunni.

Bakaríið Confections í Texas-ríki deildi mynd af regnbogakökum í tilefni af Pride og skrifaði: „Meiri ÁST. Minna af hatri. Gleðilegt Pride til allra LGBTQ-vina okkar. Allir sem elska kökur og gleði eru velkomnir til okkar.“

View this post on Instagram

A post shared by Upworthy (@upworthy)

Ótrúlegt en satt voru einhverjir sem brugðust illa við þessari færslu bakarísins, sendu því andstyggileg skilaboð og hættu við pantanir sem þegar voru tilbúnar.

Bakaríið er lítið fyrirtæki sem hefur átt erfitt með rekstur í Covid og því fjárhagslega erfitt fyrir það að missa stórar pantanir sem eru þegar tilbúnar. Í kjölfarið deildi bakaríið annarri færslu þar sem það sagði átakanlegt að sjá hvað sumir byggju yfir miklu hatri.

Sagðist starfsfólkið eiga fullt af kökum til úr þessum pöntunum sem hætt var við að borga og vonuðust til að sjá sem flesta daginn eftir.

Já mín kæru, daginn eftir var lengsta röð sem bakaríið hefur upplifað. Ótalmargir komu, keyptu sér köku, studdu við bakaríið, dreifðu ástinni og gleðinni og stóðu saman. Kökur, mannréttindi og ást. Ekkert pláss fyrir fordóma og hatur!

mbl.is

#taktubetrimyndir