Sinnir nú lögreglustörfum í London

Penny Lancaster er orðin lögreglukona.
Penny Lancaster er orðin lögreglukona. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Já haldið ykkur fast. Fyrrverandi fyrirsætan og eiginkona rokkgoðsins Rods Stewarts, Penny Lancaster, er orðin lögregluþjónn á götum Lundúnaborgar.

Penny, sem er 50 ára gömul, lauk nýlega inntökuprófi í lögregluna og gengur nú í fullum skrúða um borgina.

Penny sótti um í lögregluna eftir að hafa tekið þátt í þáttunum „Famous and fighting crime“ árið 2019 þar sem frægir einstaklingar sinntu lögreglustörfum.

View this post on Instagram

A post shared by Brightly (@thisisbrightly)

Starfið greip hana svona líka og hún sagði í viðtali við Daily Mail: „Þetta er sú sem ég er. Ég gæti verið að ganga rauða dregilinn með Rod, eða verið í sveitinni okkar með geitunum. En það kemur að þeim tímapunkti í lífinu að maður verður að spyrja sig: er ég á réttum stað? Hver er ég? Ég er loksins á þeim stað sem ég vil vera, og finnst eins og ég hafi alltaf átt að starfa við þetta.“

Rod gamli Stewart stendur þétt við bakið á sinni konu og mér finnst þetta algjörlega geggjað hjá henni!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir