Lindsay Lohan snýr aftur á skjáinn

Leikkonan og skartgripahönnuðurinn Lindsay Lohan.
Leikkonan og skartgripahönnuðurinn Lindsay Lohan. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Barnastjarnan Lindsay Lohan fór mikinn í Hollywood fyrir um 10 árum, þegar hún stóð á hátindi ferils síns, þá bara rétt um tvítugt.

Átti hún þá margar bíómyndir að baki og hafði í raun alist upp í sviðsljósinu eins og svo margir hafa gert. Síðan fór að halla undan fæti, Lindsay datt í drykkju og eiturlyfjanotkun, var hundelt af paparazzi-ljósmyndurum og ferill hennar hvarf í raun mætti segja.

En Lindsay er ekki af baki dottin og eftir að hafa eytt nokkrum árum í Dubai, þar sem hún starfar sem skartgripahönnuður, er von á skvísunni aftur á skjáinn.

Hún mun leika eitt af aðalhlutverkunum í nýrri bíómynd hjá Netflix og mun myndin birtast okkur árið 2022.

Því verður ekki neitað að Lindsay er hæfileikarík leikkona, en hún hélt ansi illa á spöðunum sínum á árum áður.

Stóra spurningin er: Mun Lindsay eiga afturkvæmt? Munu aðdáendur hennar taka henni opnum örmum? Eru leikhæfileikar hennar enn til staðar?

Lindsay er alla vega spennt að takast á við Holly aftur, og já, ég er spennt að sjá hverju við eigum von á.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir