Reddaði pabba sínum draumavinnu í Costco

Ljósmynd/tanksgoodnews

Maður að nafni Jeff, búsettur í Bandaríkjunum, átti lengi draum sem var að fá starf í Costco. Í Covid-faraldrinum missti hann fyrri vinnuna sína eins og svo margir aðrir og eftir að hafa verið bólusettur tjáði hann dóttur sinni að hann væri tilbúinn að fara aftur út á vinnumarkaðinn.

Þegar dóttirin spurði hann hvert draumastarfið væri var hann fljótur að segja Costco, langþráð draumastarf, og svo var Costco-verslun nálægt heimili dótturinnar og því stutt fyrir hann að kíkja í heimsókn eftir vinnu.

Út frá því fór dóttir hans á samskiptaforritið Twitter og deildi því með twittersamfélaginu hvað pabbi hennar væri frábær og hvort einhver gæti hjálpað þeim að koma honum í starfsviðtal hjá Costco.

Þráður dótturinnar vakti mikla athygli og endaði á því að yfirmaður í Costco rakst á twitteraðgang dótturinnar og endaði á að fá Jeff í starfsviðtal. Mörgum til mikillar gleði fékk Jeff vinnuna og eru þau feðginin ótrúlega þakklát twittersamfélaginu fyrir stuðninginn. Draumar geta ræst út frá twitterþræði!

Frétt frá: Tanksgoodnews.

mbl.is

#taktubetrimyndir