Mikilvægt að gefa sér tíma fyrir kynlíf

Camilla Rut.
Camilla Rut. Skjáskot/Instagram-síða Camillu

„Ég held að það sé einmitt eins og það sem ég var að tala um með faðmlagið; þú þarft svolítið að geta fundið það út, af því að við höfum alveg farið út í það áður. Stundum þarf það að vera svolítið „down and dirty“, það fer bara eftir því hvað fólk þarf hverju sinni. Og finna þetta rými á milli hvort annars og traust og virðingu og allt þetta,“ segir Camilla Rut samfélagsmiðlastjarna spurð út í undirstöðu góðs kynlífs í morgunþættinum Ísland vaknar.

„Ég meina maður á náttúrlega börn, stundum þarf þetta bara að vera „quicky“ sko,“ bætir hún svo við.

Camilla segir það þó alveg nauðsynlegt að pör geti gefið sér góðan tíma í kynlífið.

„Þetta er undirstaðan í góðu hjónabandi að mínu mati; að geta verið opin og átt þetta rými á milli hvort annars er bara „game changer“,“ segir hún.

Þá segir Camilla að það sé mikilvægt að hafa gott sjálfstraust.

„Það munar öllu eins og við höfum oft talað um. Maður hefur alveg unnið í sínu sjálfstrausti og gert í því að byggja sjálfan sig upp og svona og hafandi verið beggja vegna við þá er þetta miklu skemmtilegra,“ viðurkennir hún.

Aðspurð hvort hún telji að karlmenn séu uppteknari af því að standa sig vel í kynlífi segir Camilla það líklega vera vegna stress.

„Ætli það sé ekki þá bara af því að þú ferð inn í kynlífið með pressu og stress og það að mínu mati drepur það. Það drepur alla stemningu. Þú þarft svolítið að fara bara opin og flæðandi inn í þetta,“ segir hún.

Viðtalið við Camillu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir