Eyddi Kardashian-fjölskyldunni af Twitter

Kanye West og Kim Kardashian.
Kanye West og Kim Kardashian. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Kanye West hefur aðeins verið að hreinsa til á Twitter-reikningnum sínum, en hann hefur hent í unfollow á fyrrum eiginkonu sína Kim Kardashian, ásamt því að eyða restinni af fjölskyldunni út.

Twitter-notandi tvítaði að fyrst að hann hefði unfollowað allt klanið væri það bókað mál að nýja platan hans , sem er í bígerð, yrði geggjuð.

Kanye hefur lítið verið á Twitter-ranti undanfarið, en hann notaði miðilinn síðast í nóvember árið 2020. Hann hefur verið sniðugur í gegnum tíðina þegar ný tónlist er á leiðinni hjá honum. Þá gerir hann yfirleitt eitthvað róttækt sem vekur umtal.

Þannig að ég gæti trúað að þetta væri einhver gjörningur. Annaðhvort það eða hann hefur bara alveg fengið nóg af fyrrum fjölskyldu sinni. Ég kannaði hins vegar Instagrammið hans og þar fylgir hann Kim enn þá, en hann hefur alltaf bara fylgt henni. Við sjáum hvað setur. Ætli Kanye skipti Kim út fyrir Irinu?

mbl.is

#taktubetrimyndir