Göngutúr sem varð að partíi

Skjáskot/Instagram

Lífið er stútfullt af óvæntum uppákomum og getur farið með okkur á heldur betur skemmtilega staði þegar við búumst ekki við því. Ég rakst á ótrúlega skemmtilegt myndband sem fékk mig til að brosa hringinn.

Eldri og heldri kona í Lundúnaborg ákvað á dögunum að fara út í göngutúr með hundinn sinn og hélt að þetta yrði bara hefðbundinn göngutúr. Hún gekk framhjá einhvers konar götupartíi þar sem plötusnúður spilaði tónlist utandyra og alls konar fólk var komið saman til að dansa úti undir berum himni.

Konan byrjaði að dansa við skemmtilega tóna og áður en hún vissi af var hún orðin miðjan í danspartíinu þar sem hún dillaði sér og dansaði í fjólublárri kápu með hundinn sinn við grípandi tóna hljómsveitarinnar Daft Punk. Þrusugóð stemning og hressandi straumar. Lífið er göngutúr sem getur allt í einu orðið að danspartíi!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir