Dönsum undir berum himni

Skjáskot/Instagram-síða Kramhússins

Kramhúsið verður með ýmsa danstíma úti undir berum himni í sumar og ætla sér að dansa um allan miðbæ. Útidanstímarnir eru í samstarfi við Sumarborgina og eru allir velkomnir sér að kostnaðarlausu.

Ekki þarf að skrá sig heldur einfaldlega mæta, dansa og njóta sín. Tímarnir eru um hálftími hver og má búast við að dansgleðin verði í forgrunni.

Nóg er í boði af fjölbreyttum danstímum og á döfinni er meðal annars Party Workout með Frikka við Bernhöftstorfuna 15. júní kl. 12.05, Sumarmagadans með Rósönnu í Styttugarði Einars Jónssonar 16. júní kl. 17.00, Morgunleikfimi með Siggu Ásgeirs í Styttugarði Einars Jónssonar 22. júní kl. 09.00, Hips Don't Lie-danstími með Nadiu við Bernhöftstorfuna 23. júní kl. 12.05 og fullt af meira fjöri!

Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu Kramhúsins. Um að gera að hafa augun opin fyrir þessum frábæru útitímum og dansa inn í sumarið í ferska loftinu. Svo gott fyrir líkama og sál.

View this post on Instagram

A post shared by Kramhúsið (@kramhusid)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir