„Reunion“ Kardashian fjölskyldunnar

AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Þann 17 júní næstkomandi fer í loftið fyrri hlutinn af reunion þætti Kardashian/Jenner fjölskyldunnar. Andy Cohen sest niður með fjölskyldunni og hjólar í allar erfiðu og forvitnilegu spurningarnar sem okkur aðdáendum langar til að vita.

Andy mun kafa í stærstu og erfiðustu upplifanir þeirra á árunum sem þættirnir hafa verið í sýningu, og í klippu sem er komin í loftið, sést hann spurja Khloé : „Hvernig veistu að Tristan muni ekki halda framhjá þér aftur, eftir að hafa gert það einu sinni?“ Khloé sést sitja í sófanum og henni líður augljóslega ekki 100% vel, en mun væntanlega svara hreinskilnislega.

Einnig spyr Andy Kourtney og Scott hvort þau haldi að sambandið þeirra væri mögulega á öðrum stað í dag ef þau hefði ekki hleypt myndavélunum inn í líf sitt. Kourtney segir að mögulega væri raunin sú, en aðalástæðan hafi hins vegar verið vímuefnanotkun Scott í gegnum árin. Scott tekur undir þá óábyrgu hegðun.

Ég fæ hálfgert kitl í magann yfir því að þessi tveggja þátta upprifjun sé framundan.

Andy skilur ekkert eftir, en einnig kastar hann því á Scott hvort hann veiti Kourtney og Travis blessun sína.

Seinniparturinn af þessu reunioni fer í loftið þann 20 júní, þannig að fyrir okkur, aðdáendur þáttanna, þá er veisla framundan!

mbl.is

#taktubetrimyndir