Leyfa sköpunargleðinni að njóta sín

Hildur Kristín Stefánsdóttir og Unnur Eggertsdóttir eru eigendur og skólastjórar.
Hildur Kristín Stefánsdóttir og Unnur Eggertsdóttir eru eigendur og skólastjórar.

Lífið er stútfullt af sköpunargleði á ýmsum sviðum og skapandi hlutir veita gjarnan gleði.

Skýið er skapandi skóli fyrir fólk sem vill bæta við þekkingu sína og sköpunarkraft ásamt því að búa sér til ný tækifæri. Skólinn býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða fyrir börn, unglinga og fullorðna og í næstu viku fara af stað skapandi sumarnámskeið fyrir 9-12 ára.

Námskeiðin eru undir stjórn mikilla snillinga og má þar nefna að Helga Soffía verður með leiklist og dans, Jóhannes Ágúst með tónlist og upptökur, Sólveig Matthildur með tónlist og myndlist, Haukur Hannes einnig með tónlist og upptökur og söngkonan Sigga Ósk með tónlist og tjáningu.

Námskeiðin eru viku löng hvert, hefjast 14. júní og verða fram í ágúst. Tilvalið fyrir skapandi einstaklinga á aldrinum 9-12 ára að kíkja á þetta, annars hvet ég alla til að leyfa sköpunargleðinni innra með sér að njóta sín í sumar.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir