Kominn í eiturlyfja- og kynlífsmeðferð

Leikarinn Armie Hammer.
Leikarinn Armie Hammer. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Leikarinn Armie Hammer hefur loksins tekið skrefið í átt að bata, en hann hefur skráð sig í meðferð gegn eiturlyfja- og kynlífsfíkn.

Armie lenti í fjölmiðlastormi þegar upp komst um dökka hliðarsjálfið sem hann býr yfir, en fyrrverandi kærasta hans steig fram og greindi frá því að hann hefði nauðgað sér, talað um að ætla að borða hana og beitt hana hrikalegu ofbeldi. Í kjölfarið komu fleiri ljótar sögur upp.

View this post on Instagram

A post shared by @armiehammer

Armie skildi við eiginkonu sína árið 2020, en hún hefur ávallt sagt að hann hafi ekki sýnt þessa hlið á sér í hjónabandinu, en þau voru gift í 10 ár.

Armie hefur haldið sig á Cayman-eyjum síðan svört hlið hans varð opinber og sást Eliza, fyrrverandi eiginkona hans, sækja hann á flugvöllinn og fylgja honum, ásamt tveimur börnum þeirra, í meðferð.
Ég vona að Armie nái bata og geti einbeitt sér að því að vera góður faðir.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir