Lélégt áhorf eftir að Chris hætti

Chris Harrison.
Chris Harrison. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Þá eru fyrstu áhorfstölur komnar í hús eftir fyrsta þáttinn af Bachelorette  og eru þær, þær allra slökustu sem hafa sést. Um 3,6 milljón manns horfðu á fyrsta þátt sem fór í loftið á mánudaginn vestanhafs. Er það mikið dropp frá 5 milljónunum sem horfðu á fyrsta þátt í síðustu þáttaröð.

Mikil breyting varð á þáttunum eftir að Chris Harrison tók þá ákvörðun að stíga til hliðar og hætta, og virðist Bachelor heimurinn vera verulega ósáttur við þau endalok. Miðað við það sem ég hef lesið á Reddit þá var fólk til í að halda áfram með Chris, og gæti þetta dropp verið ein af ástæðum lítils áhorfs.

Þáttaröð 4 af The Bachelor  með Bob Guiney er sú þáttaröð sem er með mesta áhorfið, eða með 18,62 milljón áhorf- svona til að setja þetta í samhengi.

Ég verð samt að segja að þessi þáttaröð lofar góðu og ég vona að hún Katie valdi mér ekki vonbrigðum. Ég sagði það reyndar líka með síðustu. Við vitum hvernig hún fór.mbl.is

#taktubetrimyndir