„Jafn mikilvægt að þjálfa hugann“

Skjáskot/Absolute Training

Jákvæðar hugsanir og öflugar æfingar í sveitasælu

Dagana 13.-15. júní næstkomandi stendur Absolute Training fyrir æfingaferð á Ion Adventure-hótelið og er það Sandra Björg Helgadóttir, stofnandi Absolute, sem sér um æfingaferðina.

Ion Adventure-hótelið er á Nesjavöllum, í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. 

Ferðin, sem er frá sunnudegi til þriðjudags, er ætluð byrjendum sem og lengra komnum og æfingarnar verða sniðnar að getu hvers og eins. Áherslan er lögð á fjölbreytta, orkumikla og næringarríka fæðu, skemmtilegar æfingar og góðan anda.

Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar, einnig verður farið í góðar gönguferðir og eftir kvöldmat eru teknar kvöldteygjur og slökun. Absolute Training er æfingakerfi sem er þekkt fyrir að þjálfa fólk í líkamlegri og andlegri heilsu og segja stelpurnar mikilvægt að þjálfa hugann í að hugsa jákvætt.

„Það er jafn mikilvægt að þjálfa hugann allan ársins hring eins og það er að þjálfa líkamann.“

Innifalið í ferðinni er gisting í tvær nætur, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður báða dagana, aðgangur að heitri laug og sánu, æfingar og slökun ásamt fyrirlestri um andlega heilsu og markmiðasetningu. Jákvæðar hugsanir og öflugar æfingar í sveitasælu! 

mbl.is

#taktubetrimyndir