Eitt það allra besta er að hlæja

Skjáskot/Gleðismiðjan.is

„Það er sem sagt hópefli, hláturjóga, pepp og leikir og henta öllum. Við sérhæfum okkur í að skapa gleði hjá hópum og einstaklingum bara út um allt og notum til þess reynsluna okkar. Við erum sem sagt lærðir leikarar og jóga kennarar og svo fórum við í hláturjógakennarann og lærðum það líka,“ segja þeir Finnbogi og Þorsteinn í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar en þeir reka fyrirtækið Gleðismiðjan.

„Það er búið að sanna það með öllum þessum vísindum í dag að það er eitt það allra besta sem hægt er að gera er að hlæja. Öndunin verður fullkomin, það er endalaus listi af boðefnum sem fer um líkamann. Það er búið að sanna það að þegar fólk er lasið, liggur jafnvel á spítala og hlær mikið, því batnar fyrr og það er bara rétt. Það er bara búið að sanna það,“ segja þeir.

„Svo er þetta líka, ef ég bæti við að þetta er svo lúmskt maður kannski tekur ekki alltaf eftir öllu samkvæmt bókinni. Mér líður til dæmis eftir hlátur jógatíma, ég fer bara að brosa í umferðinni ég fer að taka eftir litlu hlutunum sem maður tók ekki eftir. Ég er kannski með stelpunni minni og við erum kannski bara farin að hlæja saman að einhverju sem við hefðum ekki hlegið af hefði ég ekki farið í hláturjóga,“ segja þeir.

Viðtalið við Finnboga og Þorstein má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir