Mikill áhugi á jákvæðri líkamsímynd

Erna Kristín heldur úti Instagram-síðunni Ernuland.
Erna Kristín heldur úti Instagram-síðunni Ernuland. Skjáskot/Instagram-síða Ernuland

Jákvæð líkamsímynd

Erna Kristín er 30 ára móðir, guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Hún er andlit #mínfegurð herferðar Dove og stendur fyrir fyrirlestrinum Jákvæð Líkamsímynd sem haldinn verður mánudagskvöldið 14. júní í Ástjarnarkirkju en Vísir.is streymir beint frá. 

Uppselt er á fyrirlesturinn en segist Erna mjög opin fyrir möguleikanum á að halda annan og er mjög jákvætt að sjá hvað áhugi fyrir jákvæðri líkamsímynd er mikill í samfélaginu.

Á fyrirlestrinum verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd.

„Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú,” segir Erna og er dugleg að breiða út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar á samfélagsmiðlum sínum.

Erna gaf út bókina Fullkomlega ófullkomin árið 2018 en markmiðið með bókinni er að hvetja konur á öllum aldri til að taka skrefið í átt að líkamsvirðingu.

Árið 2020 gaf Erna út bókina Ég vel mig, sem er ætluð börnum og unglingum. Í bókinni fjallar Erna um sjálfsmynd og líkamsímynd barna og hjálpar þeim að ná utan um helstu hugtök og hugmyndir tengdum okkar einstaka líkama. Skilaboðin eru að elska okkur eins og við erum.

Ég mæli eindregið með því að fylgja þessari öflugu konu og hafa augun opin fyrir næsta fyrirlestri. Áfram líkamsvirðing, sjálfsást, jákvæð líkamsímynd, ást og umhyggja.

mbl.is

#taktubetrimyndir