Í Golden Globe-kjól á lokaballinu

Brooke Shields með dóttur sinni fyrir lokaballið.
Brooke Shields með dóttur sinni fyrir lokaballið. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Nú flykkjast unglingarnir í Ameríku á svokölluð „prom“-böll og ef þið hafið séð unglingabíómyndirnar sem taka þessi böll fyrir þá eru þau nákvæmlega þannig í alvörunni. Mikið gert úr þeim og allt gasalega amerískt, með blóm um úlnliðinn og allt það. Sem er gaman.

Fræga fólkið deilir núna myndum af unga fólkinu sínu hægri vinstri, og leikkonan Brooke Shields er engin undantekning þar. Hún deildi um helgina mynd af dóttur sinni, Rowan, á leiðinni á ball og klæddist stúlkan rauðum fallegum kjól.

Brooke deildi því með aðdáendum sínum að kjóllinn væri sko ekkert venjulegur kjóll, heldur væri þetta hinn eini sanni kjóll sem Brooke klæddist á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 1998, þegar hún var tilnefnd til þeirra virtu verðlauna. Og nú smellpassaði hann á Rowan og sagði Brooke að ekkert hefði getað búið hana undir að sjá Rowan klæðast kjólnum.

Mér líður næstum eins og Brooke sé að tala um Rowan bara í brúðarkjól að fara að gifta sig, en hún ber greinilega miklar tilfinningar til kjólsins rauða. Ég vona bara að Rowan hafi skemmt sér og að þessi kjólasaga mín skilji eitthvað eftir sig hjá ykkur.mbl.is

#taktubetrimyndir