„Auðvitað gefa gleðikonur út klofsöng“

Skjáskot/Facebook-síða Bergmáls.

„Bergmál er hljómsveit með okkur tveimur og við erum svona gleðikonur. Af því að við viljum svona koma gleði í fólk með húmor og tónlist og eins og ég segi stundum að uppistandari og tónlist eignuðust barn og það erum við,“ segir Selma Hafsteinsdóttir önnur söngkona hljómsveitarinnar Bergmál í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar.

Þær Selma og Elísa Hildur Þórðardóttir eru báðar söngkonur og lagahöfundar hljómsveitarinnar og segja þær mikinn húmor fylgja tónlist þeirra.

Á dögunum gáfu þær út sumarsmellinn Klofsöngur sem er þegar kominn í spilun á YouTube og Spotify.

„Við erum náttúrulega gleðikonur allan ársins hring, við fáum aldrei frí. Og við vorum sem sagt að gefa út sumarsmell sem heitir Klofsöngur. Auðvitað gefa gleðikonur út klofsöng. Okkar gleði er alltaf þar niðri,“ segir Selma.

Myndbandið við lagið má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan:

Viðtalið við þær Selmu og Elísu má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir