Nóg að gera í bransanum í dag

Friðrik Dór gaf út nýtt lag á dögunum.
Friðrik Dór gaf út nýtt lag á dögunum.

„Nóg að gera, bara drullufínt sko. Kvörtum ekki neitt,“ segir Friðrik Dór aðspurður út í tónlistarbransann þessa dagana í Síðdegisþættinum hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars.

Friðrik Dór gaf út nýtt lag á dögunum sem heitir Hvílíkur dagur. Með útgáfu lagsins segist hann vera að kalla sumarið til Íslands aftur.

„Við erum aðeins búin að missa það. Við vorum komin með það og svo fór það, fauk í burtu. Við vorum með það hérna um daginn alveg í nokkra daga. Það kemur aftur,“ segir hann.

Friðrik segir mikið sumar í laginu og að það hafi gott „vibe“ eins og ungu krakkarnir myndu kalla það og fjallar um að vera góður við sjálfan sig.

„Ég hef svo gaman af stemningunni þarna „lokað vegna veðurs“. Þegar það er settur bara miði í gluggann: „lokað vegna veðurs“. Þetta er smá þannig að fólk, bara svona í sínu persónulega lífi, lokar vegna veðurs, ég ætla bara að chilla í dag,“ segir hann.

Lagið Hvílíkur dagur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:

Viðtalið við Friðrik Dór má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir