Missir samstarf í kjölfar eineltisins

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. VALERIE MACON

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Nú er kominn rétt um mánuður síðan eineltisskandall Chrissy Teigen kom upp á yfirborðið, en gömul tvít voru dregin fram í dagsljósið og hefur Chrissy ekki átt sjö dagana sæla síðan þá. Hún hefur misst þó nokkur verkefni og virðist þetta enn vera að draga dilk á eftir sér.

Nokkrum dögum áður en tvítin komu upp kom á markað hreinsivörulínan „Safely“ sem Chrissy og Kris Jenner settu á fót saman. Kris hefur víst verið á milljón síðastliðinn mánuð að reyna að stýra krísunni sem fór í gang hjá Chrissy.

View this post on Instagram

A post shared by Safely (@getsafely)

Kris er nú þekkt fyrir að vera stanslaust í „crisis mode“ með dætur sínar, sem eru Kardashian/ Jenner-systurnar, þannig að hún mögulega blæs ekki úr nös, ég hef hins vegar áhyggjur af álaginu sem er á þessari konu.

Chrissy hefur ekki birst á neinu kynningarefni á instagramsíðu Safely nýlega og hefur markaðsherferðinni verið breytt gígantískt, þar sem hún átti upphaflega að einblína á heimili og fjölskyldur Kris og Chrissy.

View this post on Instagram

A post shared by Safely (@getsafely)

Þetta er kannski það besta sem Chrissy getur gert. Taka skref til baka á meðan stormurinn geisar, og halda sig til hlés?

mbl.is

#taktubetrimyndir